Körfubolti

Rivers verður hjá Clippers til ársins 2019

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Doc Rivers og Steve Ballmer á góðri stund.
Doc Rivers og Steve Ballmer á góðri stund. Vísir/Getty
Doc Rivers hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Los Angeles Clippers, en hann mun stýra liðinu til ársins 2019.

Steve Ballmer, sem keypti Clippers af Donald Sterling fyrir rúmum tveimur vikum, sagði í gær að það væri forgangsmál að tryggja að Rivers yrði áfram hjá félaginu.

Rivers tók við Clippers af Vinny del Negro fyrir síðustu leiktíð. Undir hans stjórn vann liðið 57 leiki í deildarkeppninni sem er besti árangur í sögu Clippers.

Liðið vann Golden State Warriors í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en laut svo í lægra haldi fyrir Oklahoma City Thunder í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.

Rivers stýrði áður Orlando Magic og Boston Celtics, en hann gerði síðarnefnda liðið að NBA-meisturum árið 2008.

NBA

Tengdar fréttir

Doc Rivers mun ekki þjálfa undir Sterling

Komi til þess að dómstólar felli niður úrskurð deildarinnar um að Donald Sterling verði að selja liðið munu leikmenn, þjálfari þess og styrktaraðilar þess yfirgefa liðið að mati framkvæmdarstjóra Los Angeles Clippers.

Sterling neitar að selja Clippers

Donald Sterling, fráfarandi eigandi Los Angeles Clippers segist ekki ætla að selja félagið þrátt fyrir skipun NBA-deildarinnar um að selja.

Sterling íhugar að kæra NBA

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Donald Sterling, eigandi LA Clippers, ætli sér að berjast gegn refsiaðgerðum NBA-deildarinnar með kjafti og klóm.

Kaupin á Los Angeles Clippers gengin í gegn

Steve Ballmer, fyrrum framkvæmdarstjóri Microsoft, er nýji eigandi Los Angeles Clippers eftir að dómstólar ytra neituðu áfrýjun Donald Sterling um að selja félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×