Viðskipti innlent

Rituðu undir samning um lagningu ljósleiðara í Eyjafjarðarsveit

Atli Ísleifsson skrifar
Karl Frímannsson og Gunnar B. Þórhallsson.
Karl Frímannsson og Gunnar B. Þórhallsson. Mynd/Eyjafjarðarsveit
Samningur við Tengi hf. og verkáætlun um lagningu ljósleiðara í allri Eyjafjarðarsveit á næstu tveimur árum var samþykktur á fundi sveitarstjórnar í gær.

Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins við verkið er um 57 milljónir króna.

Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að drög að samningnum og verkáætlunin hafi verið kynnt á opnum íbúafundi sem haldinn var í Laugarborg þriðjudagskvöldið 26. maí. Segir að mikil ánægja hafi komið fram með þessa fyrirhuguðu framkvæmd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×