Erlent

Ritstjórinn Ben Bradlee látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Ben Bradlee hlaut Frelsisorðuna, æðsta borgaralega heiðursmerkið sem Bandaríkjaforseti getur veitt, árið 2013.
Ben Bradlee hlaut Frelsisorðuna, æðsta borgaralega heiðursmerkið sem Bandaríkjaforseti getur veitt, árið 2013.
Ben Bradlee, fyrrum ritstjóri bandaríska blaðsins Washington Post, lést á heimili sínu í gær, 93 ára að aldri.

Bradlee gegndi ritstjórastöðu á blaðinu á árunum 1968 til 1991 og gegndi því lykilhlutverki í afhjúpun Watergate-hneykslisins sem leiddi til afsagnar Richard Nixon Bandaríkjaforseta árið 1974.

Bradlee er þakkað fyrir að hafa gert Washington Post að einu af virtustu blöðum Bandaríkjanna. Bradlee hlaut Frelsisorðuna, æðsta borgaralega heiðursmerkið sem Bandaríkjaforseti getur veitt, árið 2013.

Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í tilkynningu í gærkvöldi að fréttamennska hafi í huga Benjamin Bradlee verð meira en bara starf, þar sem hann hafi litið á hana sem nauðsynlegan lið í að tryggja framgang lýðræðisins.

Bandaríski leikarinn Jason Robards fór með hlutverk Ben Bradlee í kvikmyndinni All the President‘s Men sem fjallaði blaðamenn Washington Post sem afhjúpuðu Watergate-hneykslið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×