Innlent

Ritarinn telur ótækt að Sigmundur sitji áfram á þingi en formaðurinn segir hann hafa rétt til þess

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. vísir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, segir það ótækt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, sitji áfram á þingi en segir lítið sem að Sjálfstæðisflokkurinn geti gert í því.

Þetta kemur fram á Twitter-síðu Áslaugar Örnu þar sem hún segir einnig að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki samþykkt ríkisstjórn undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, en þingflokkur Framsóknar samþykkti tillögu Sigmundar Davíðs í gær um að hann myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi myndi taka við sem forsætisráðherra.

 

Sigmundur Davíð mun þó halda áfram sem formaður Framsóknarflokksins og þingmaður. Vísir spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, út í skoðun hans á þessari stöðu í gærkvöldi.

„Hann hefur rétt til þess. Ég hef enga athugasemd við það.“

Fyrir liggur að Bjarni og Sigurður Ingi muni ræða saman um dag um næstu skref en vilji er hjá báðum stjórnarflokkunum að halda samstarfinu áfram.

Fram kom í máli þeirra beggja í gær að á meðal þess sem þeir muni ræða sé hvort flýta eigi þingkosningum sem að óbreyttu fara fram í maí á næsta ári.

Skjáskot af Twitter-síðu Áslaugar Örnu, ritara Sjálfstæðisflokksins.

Tengdar fréttir

Bjarni Benediktsson: „Landinu verður ekki stýrt af mótmælum“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það augljóst að það sé eðlismunur á Wintris-máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra sem steig til hliðar í dag, og máli hans sjálfs og máli Ólafar Nordal, innanríkisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×