Innlent

Risavaxin Titanic-eftirlíking Brynjars varð fyrir skemmdum á sama stað og frummyndin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Brynjar Karl Birgisson.
Brynjar Karl Birgisson. Vísir/Valli
Risavaxin Titanic-eftirlíking hins þrettán ára gamla Lego-meistara, Brynjars Karls Birgissonar, varð fyrir skemmdum er verið var að flytja það á Titanic-safn í Bandaríkjunum.

Brynjar greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir það að svo virðist sem að skipið hafi orðið fyrir skemmdum á sama stað og hið upprunalega Titanic sem varð fyrir ísjaka á Norður-Atlantshafi árið 1912 og sökk með þeim afleiðingum að um 1500 manns létu lífið.

„Kannski átti þetta bara að gerast,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sína. „Kannski átti Titanic aldrei að komast yfir Atlantshafið.“

Verið var að flytja eftirlíkingu Brynjars á Titanic-safnið í Branson í Bandaríkjunum.

Smíði Brynjars á Titanic-skipinu úr lego-kubbum vakti mikla athygli á sínum tíma enda eftirlíkingin engin smásmíði, eða 56 þúsund kubbar allt í allt.

Brynjar segist hafa orðið mjög leiður er hann fékk fregnir af afrifum Lego-Titanic en hann tók þó gleði sína á ný eftir að hafa fengið bréf frá safni í Hamborg í Þýskalandi sem vill fá Brynjar til þess að endurbyggja skipið á sýningu.

Hér að neðan má sjá þegar Stöð 2 heimsótti Brynjar á sínum tíma.


Tengdar fréttir

Ungur Legosmiður flytur Titanic

Það var stór stund og spenningur í lofti í dag þegar eftirgerðin af Titanic skipinu, sem Brynjar Karl Birgisson 12 ára hefur smíðað úr Legókubbum, var færð frá smíðaverkstæðinu suður í Smáralind til lokafrágangs.

Ellefu ára drengur skorar á LEGOLAND

"Þetta er algjörlega hans hugmynd, í aðeins einfaldari útgáfu,“ segir Bjarney Lúðvíksdóttir, móðir Brynjars Karls um myndband sem að þau mæðginin birtu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×