Innlent

Risaþota flýgur yfir Kópavog kl. 16.15

Kristján Már Unnarsson skrifar
Boeing 747-þota frá Air Atlanta.
Boeing 747-þota frá Air Atlanta.
Stærsta þota íslenska flugflotans, fragtvél Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400, flýgur yfir höfðustöðvar flugfélagsins í Hlíðasmára í Kópavogi síðdegis. Áætlað er risaþotan fari á loft frá Keflavík um klukkan 16 og verði yfir Kópavogi um klukkan 16.15.

Samkvæmt upplýsingum frá Air Atlanta er þetta gert til að gefa starfsfólki félagsins kost á að sjá þotuna, sem ber einkennisstafina TF-AMN. Ákveðið var að nýta tækifærið þar sem þotan átti leið um Ísland en sjaldgæft er að vélar félagsins millilendi hérlendis. Vonast er til að leyfi fáist til að þotan fljúgi tvo hringi yfir Reykjavíkursvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×