Erlent

Risastór krókódíll rölti rólegur yfir golfvöll í Flórída

Samúel Karl Ólason skrifar
Golfspilarar í Flórída birtu á dögunum myndband af risastórum krókódíl spóka sig í sólinni á Buffalo Creek golfvellinum. Krókódíllinn er sagður hafa verið við og á vellinum um margra ára skeið. Hann sé í raun nokkurs konar lukkudýr vallarins.

Charles Helms tók meðfylgjandi myndband, en hann segir að krókódíllinn hafi legið rólegur á velinum þegar þeir sáu hann fyrst. Þegar hann varð var við þá gekk hann rólegur af stað að nærliggjandi stöðuvatni.

Helms og vinir hans tóku auðvitað upp snjallsíma sína og tóku myndbönd.

Dave, farðu og stattu við hliðina á honum til samanburðar,“ sagði Helms við vin sinn.

Afgreiðslumaður á golfvellinum sagði News 3 Live að krókódíllinn hefði verið á svæðinu í mörg ár. Fjöldi fólks kæmi til að skoða hann.

„Hann hefur aldrei angrað neinn og fólk angrar hann ekki. Hann er eins og lukkudýr vallarins.“

Hann er talinn vera um 15 til 16 fet (4,5 til 4,9 metrar) en hefur ekki verið mældur. Stærsti krókódíll sem fundist hefur í Flórída var 14 fet og rúm 380 kíló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×