ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 11:45

Verksmiđja United Silicon sú eina sem liggur undir grun

FRÉTTIR

Risastökk hjá Freydísi Höllu

 
Sport
16:36 22. FEBRÚAR 2016
Risastökk hjá Freydísi Höllu
VÍSIR

Freydís Halla Einarsdóttir náði sínum besta árangri á ferlinum þegar hún hafnaði í öðru sæti á svigmóti í Bandaríkjunum. Hún fékk fyrir það 23,25 FIS-stig sem er bæting á hennar besta árangri sem hún náði fyrir tveimur dögum, er hún fékk 24,57 FIS-stig.

Samkvæmt tilkynningu Skíðasambands Íslands mun Freydís Halla fara upp um 130 sæti á heimstlistanum en hún er í dag í 332. sæti. Hún var í 508. sæti þegar hún hóf nám í Plymouth State háskólanum í haust.

Þetta er í fjórða sinn sem Freydís Halla kemst á verðlaunapall á FIS-móti í Bandaríkjunum en hún varð þar að auki í þriðja sæti á háskólamóti í lok janúar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Risastökk hjá Freydísi Höllu
Fara efst