Erlent

Risasalamandran nánast útdauð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fáar villtar risasalamöndrur fundust í úttekt vísindamannna.
Fáar villtar risasalamöndrur fundust í úttekt vísindamannna. bbc
Vísindamenn telja að stærsta froskdýr jarðarinnar, hin kínverska risasalamandra, finnist vart lengur í náttúrunni. Fjögurra ára úttekt vísindamannanna á kjörlendum dýrsins leiddi í ljós að aðeins örfáar villtar risasalamöndrur séu enn á lífi.

Dýrið er talið hafa lifað á jörðinni í rúmlega 170 milljón ár og hefur oft verið vísað til þes sem „lifandi steingervings.“ Salamandra þessi getur orðið allt að 180 cm á lengd og vegið allt að 25 kg. Hún hefur notið töluverðra vinsælda á fínni veitingastöðum heimsins og hefur því verið ræktað í þartilgerðum fersksvatnskvíum til að svara óendanlegri eftirspurn asískra auðmanna.

Vísindamenn telja að þær risasalmöndrur sem þó fundust við rannsóknina hafi því í raun ekki verið villtar. Þeim hafi líklega verið sleppt úr eldiskvíum en kínversk stjórnvöld eru á vef breska ríkisútvarpsins ekki sögð setja sig upp á móti slíkum sleppingum.

Risasalamandran hefur öldum saman verið í hávegum höfð í Kína. Er hún stundum sögð vera kölluð „barnafiskur“ þar í landi, enda eru hljóð hennar talin minna á barnsgrátur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×