Erlent

Risapandan loks úr útrýmingarhættu

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Síðustu áratuga hefur villtum risapöndum fjölgað um sautján prósent og nú er áætlað að um tvö þúsund dýr sé að finna í villtri náttúru.
Síðustu áratuga hefur villtum risapöndum fjölgað um sautján prósent og nú er áætlað að um tvö þúsund dýr sé að finna í villtri náttúru. Vísir/afp
Risapandan er ekki lengur á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Verndunarsinnar staðfestu fregnirnar í dag en aðgerðir til þess að bjarga tegundinni frá útrýmingarhættu hafa staðið í áratugi.

Þótt risapandan sé nú opinberlega ekki lengur í útrýmingarhættu hefur Alþjóðasambandið um náttúruvernd (IUCN) nú sett pönduna á lista yfir viðkvæmar tegundir.

Síðustu áratuga hefur villtum risapöndum fjölgað um sautján prósent og nú er áætlað að um tvö þúsund dýr sé að finna í villtri náttúru. Heimkynni risapöndunnar eru í suðausturhluta Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×