Viðskipti erlent

Risafjárfesting Apple í erkióvini Uber í Kína

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tim Cook, forstjóri Apple, segir að fjárfestingin muni gera Apple kleyft að öðlast betri skilning á kínverska markaðinum
Tim Cook, forstjóri Apple, segir að fjárfestingin muni gera Apple kleyft að öðlast betri skilning á kínverska markaðinum V'isir/Getty
Bandaríski tæknirisinn Apple hefur fjárfest fyrir um einn milljarð dollara í Didi Chuxing, leigubílafyrirtæki sem er helsti keppinautur leigubílafyrirtækisins Uber í Kína.

Tim Cook, forstjóri Apple, segir að fjárfestingin muni gera Apple kleyft að öðlast betri skilning á kínverska markaðinum. Didi Chuxing segist vera með um 87 prósent markaðshlutdeild á kínverska leigubílamarkaðinum og bjóði upp á um ellefu milljón ferðir á hverjum degi.

Uber hefur lengi reynt að brjótast inn á kínverska markaðinn og hefur það eytt gríðarlegum upphæðum til þess að ná fótfestu en samkeppnin við Didi Chuxing hefur reynst erfið.

Hvernig virka Uber og Didi Chuxing?

Starfsemi fyrirækjanna er í grunninn samskonar hefðbundinni leigubílaþjónustu; þeir sem þurfa að komast frá einum stað til annars panta leigubíl sem síðan er greitt fyrir. Munurinn felst fyrst og fremst í því að ekki er pantað í gegnum hefðbundið símaver heldur í gegnum app þar sem notandinn getur valið þann bíl sem staðsettur er næst viðkomandi. Greiðsla fyrir aksturinn fer einnig fram í gegnum appið.

Fyrirtækin bjóða upp á mismunandi þjónustur; allt frá einskonar lággjaldaþjónustu þar sem venjulegir, ómerktir bílar eru notaðir til lúxusþjónustu þar sem viðskiptavinir eru sóttir á eðalvögnum. Hefur Uber gengið vel í Kína að laða til sín viðskiptavini sem sækjast eftir lúxusþjónustunni en Didi Chuxing er mun vinsælli meðal þeirra sem sækjast eftir lággjaldaþjónustinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×