Erlent

Risaeðlan Dippy víkur fyrir steypireyði

Atli Ísleifsson skrifar
Hvalinn hafði rekið á land í höfninni í Wexford á Írlandi árið 1891.
Hvalinn hafði rekið á land í höfninni í Wexford á Írlandi árið 1891. Mynd/Twitter
Beinagrind steypireyðar verður komið fyrir í anddyri Náttúruminjasafns Lundúnaborgar (Natural History Museum) frá og með sumrinu 2017.

Steypireyðurinn mun því birtast gestum safnsins í stað beinagrindar risaeðlunnar Dippy sem hefur staðið í salnum síðustu 35 árin.

Í frétt á heimasíðu safnsins segir að ákvörðunin að setja upp beinagrind steypireyðarinnar sé liður í því að koma nýjum minjum fyrir í salnum.

Þá segir að safnið vilji gefa fleirum færi á að kynnast Dippy og hefur þeirri hugmynd verið varpað fram að beinagrind Dippy verði hluti farandsýningar safnsins.

Hvalinn hafði rekið á land í höfninni í Wexford á Írlandi árið 1891. Safnið keypti beinagrindina og var fyrst til sýnis í spendýrasal safnsins árið 1938 þar sem hún hangir fyrir ofan líkani af steypireyði.

Dippy.Mynd/Twitter



Fleiri fréttir

Sjá meira


×