Lífið

Risa tölvuleikjamót í Valhöll

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vignir er spenntur fyrir helginni.
Vignir er spenntur fyrir helginni. vísir
„Við erum að halda tölvuleikjamót eða svokallað LAN-mót í Valhöll um helgina. Við erum með pláss fyrir 150-200 áhorfendur og nú þegar eru yfir hundrað keppendur skráðir til leiks,“segir Vignir Smári Vignisson, einn af mótshöldurum Fálkans 2015 sem fram fer um helgina.

Þrír salir verða nýttir fyrir keppnina í Valhöll, þar af einn fyrir áhorfendur og keppnissvið.

„Keppt verður í leiknum League of Legends sem er stærsti tölvuleikur í heiminum í dag. Það spila gríðarlega margir þennan leik á Íslandi enda vinsælasti leikurinn. Því er mikill áhugi fyrir þessu móti,“ segir Vignir en verðlaunafé fyrir efsta sætið á mótinu er 150.000 krónur.

Á föstudeginum verður fimm manna liðum skipt í fimm til sex fjögurra liða riðla. Úrslitin fara síðan fram á laugardeginum.

„Þetta fer allt fram upp á sviði og við verðum með fullt af lýsendum sem lýsa leikjunum sem eru í gangi.  

Pláss er fyrir yfir 150 spilendur samtímis og stóran sal fyrir yfir 200 áhorfendur. Leikjunum er lýst beint á streymissíðu mótsins ásamt því að streymið er sýnt á skjávarpa í salnum.

Búist er við mörg hundruðum manns yfir helgina bæði til að skoða, fylgjast með og keppa á mótinu. Lagt er áherslu á að sem flestir komi og skemmti sér vel og allir eru velkomnir hvort sem þeir ætla keppa, spila leiki eða bara fylgjast með. Riðlarnir fyrir keppnina verða sanngjarnir óháð getu í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×