Fótbolti

Rio um Ronaldo: Hann bjó við hliðina á mér!

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það gekk á ýmsu á blaðamannafundinum í gær en það var líka slegið á létta strengi.
Það gekk á ýmsu á blaðamannafundinum í gær en það var líka slegið á létta strengi. Vísir/Getty
Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, sló á létta strengi í gær þegar hann brást við ummælum sem Cristiano Ronaldo, fyrrum liðsfélagi hans, lét falla á blaðamannafundi í gær.

Ronaldo sat fyrir svörum blaðamanna í Róm í gær en þar munu heimamenn taka á móti Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ronaldo er skærasta stjarna Real Madrid en sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann sé ekki mikill vinur Gareth Bale.

Sjá einnig: Ronaldo gekk út af blaðamannafundi

„Við unnum Meistaradeildina með Manchester United. En ég spjallaði venjulega ekki við menn eins og Paul Shcoles, Ryan Giggs eða Rio Ferdinand. En við vorum með frábært lið.“

„Við spjölluðum saman - góðan daginn og allt það. En það skiptir mig engu máli. Ég þarf ekki að fara í mat til [Karim] Benzema eða Bale og þeir þurfa ekki að koma til mín. Það sem mestu máli skiptir er það sem við gerum inni á vellinum. Við erum liðsfélagar, vitum hvað við viljum og hvernig við eigum að spila.“

Ferdinand er sérfræðingur hjá BT Sport sem sýnir frá leikjum Meistaradeildarinnar í Englandi og hann brást skemmtilega við þessum ummælum.

„Hann bjó við hliðna á mér! Og honum fannst matseldin mín góð.“

Sjáðu myndbrotið hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×