Enski boltinn

Rio: Það var neyðarlegt að spila undir stjórn Moyes

Rio er líklega ekki að hlusta á það sem Moyes segir við hann þarna.
Rio er líklega ekki að hlusta á það sem Moyes segir við hann þarna. vísir/getty
Enski varnarmaðurinn Rio Ferdinand er að gefa út sjálfsævisögu sína í upphafi næsta mánaðar. Þar talar hann frjálslega um tímann sem David Moyes stýrði liði Man. Utd.

Ferdinand segir að það hafi verið neyðarlegt að spila fyrir Moyes sem hafi smám saman tapað klefanum og trú leikmanna á sér.

„Hann reyndi að selja okkur ákveðna sýn en það skilaði sér aldrei almennilega það sem hann var að reyna að selja okkur. Óafvitandi skapaði hann neikvætt andrúmsloft í klefanum en það var alltaf jákvætt hjá Fergie," segir Rio en kafli úr bókinni er birtur í The Sun í dag.

„Við misstum trúna á honum smám saman. Ég naut þess ekki að spila undir hans stjórn. Stundum var taktíkin sú að gefa langa krossa fyrir fyrir markið. Þetta var neyðarlegt. Hugmyndir hans leiddu af sér neikvæðni og rugling. Það snérist allt um að stöðva andstæðinginn. Hann vildi ekki tapa en við vorum vanir að sækja til sigurs."

Svo voru það litlu hlutirnir sem fóru líka í taugarnar á mönnum. Leikmenn liðsins voru vanir því að fá sér kartöfluflögur kvöldið fyrir leik.

„Við elskuðum flögurnar okkar. Moyes bannaði þær eftir aðeins viku og það fór gríðarlega í taugarnar á leikmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×