Fótbolti

Rio: EM vonbrigði þrátt fyrir flottar senur eins og þegar Ísland vann England

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Strákarnir fagna sigri á englandi.
Strákarnir fagna sigri á englandi. vísir/epa
Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, var ekki nógu ánægður með 24 liða Evrópumót sem var prófað í fyrsta sinn í Frakklandi núna.

EM var stækkað úr 16 liðum í 24 fyrir EM 2016 og verður þannig áfram. Vegna þess komust minni lið eins og Wales, Norður-Írland og Albanía í fyrsta sinn á stórmót.

Sitt sýnist hverjum um þessa breytingu en margir eru á því að leikirnir hafi einfaldlega ekki verið nægilega góðir og fótboltinn ekki af þeim gæðum sem eiga að sjást á stórmóti.

„Gæðastuðulinn á mótinu olli vonbrigðum. Hingað komu lið sem vildu ekkert endilega vinna heldur frekar til að tapa ekki. Þau komu ekki til að búa til skemmtun,“ segir Rio Ferdinand sem var einn af spekingum BBC á mótinu.

„Gæðin fóru skrefi eða nokkrum skrefum neðar en aftur á móti fengum við að sjá frábærar senur með stuðningsmönnum sem datt aldrei í lífinu í hug að þeir myndu vera á stórmóti.“

„Við sáum stundir eins og þegar Ísland vann enska liðið okkar sem var frábært en við viljum sjá bestu leikmennina og bestu liðin spila. Við fengum ekki alveg nóg af því,“ segir Rio Ferdinand.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×