Enski boltinn

Rikki Daða: Chambers lokar ekki á neinn | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Messumenn fóru ítarlega yfir leik Liverpool og Arsenal í gærkvöldi og tóku fyrir varnarleik Arsenal sem og uppstillingu liðsins.

Ríkharður Daðason sagði Liverpool-liðið hafa sett sinn leik betur upp og komið Arsenal í mikil vandræði. Hann var sérstaklega óánægður með Calum Chambers.

„Þarna sjáum við Calum Chambers. Það er engin pressa, komdu þér til baka. Svo sjáum við Arsenal-liðið sæmilega þétt en Chambers fer hægt út, setur enga pressu og nær aldrei að loka á menn. Enn og aftur þurfti Flamini að hreinsa upp eftir hann,“ sagði Ríkharður, en hann vildi að Wenger myndi grípa inn íþ

„Þarna verður stjórinn að grípa inn í þegar taktíkin er ekki að virka. Vertu bara með þétta fjögurra manna varnarlínu og þéttu miðjumennina.“

„Arsenal var framarlega með tvo kantmenn og tvo miðjumenn og svo Chambers að vaða út úr línunni. Þetta var veisla fyrir Liverpool,“ sagði Ríkharður.

Alla leikgreininguna má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×