Viðskipti innlent

Ríkisstyrkir til nýsköpunar, þróunar og rannsóknarverkefna aukast

Atli Ísleifsson skrifar
Útgjöld Íslands til ríkisaðstoðar jukust um 10,5 prósent á árinu 2015.
Útgjöld Íslands til ríkisaðstoðar jukust um 10,5 prósent á árinu 2015. Vísir/Getty
Útgjöld Íslands til ríkisaðstoðar jukust um 10,5 prósent á árinu 2015. Þrátt fyrir aukninguna er hlutfall ríkisaðstoðar af landsframleiðslu fremur lágt á Íslandi og talsvert lægra en meðaltal ríkja Evrópusambandsins.

Þetta kemur fram í nýrri samanburðarskýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um útgjöld til ríkisaðstoðar í EFTA-ríkjunum en skýrslan var birt í dag.

„Aukninguna árið 2015 má helst rekja til ríkisaðstoðar sem Ísland veitti til verkefna á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Rannsóknarsjóður-Rannís og Tæknisjóður – Rannís fengu viðbótarframlög og einnig var ríkisaðstoð til byggðaþróunar aukin.

Í skýrslunni má lesa þrjár niðurstöður sem eiga við öll þrjú EFTA ríkin:



  • Útgjöld til ríkisaðstoðar jukust.
  • Í ríkisaðstoðinni endurspeglast innlend stefnumið svo sem nýsköpun og grænt hagkerfi sem raunar er stefnt að á EES svæðinu öllu.
  • Ríkisaðstoð er helst veitt í formi skattaívilnana og undanþága frá almennu tryggingargjaldi  (allt að 70 %) jafnframt því sem veittir eru styrkir.“


Nánar má lesa um skýrsluna á vef ESA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×