Innlent

Ríkisstjórnin vill hækka fjölmörg gjöld

Ríkisstjórnin vill hækka bensíngjöld, útvarpsgjald, tóbaksgjald, vörugjöld á bílaleigubíla, gistináttagjöld, almenn tryggingagjöld , framlengja raforkuskatt um þrjú ár, og að kolefnisgjald og gjald á sölu á heitu vatni verði varanleg.

Þetta kemur fram í bandorminum svonefnda, en hann varðar lagabreytingar sem varðar tekjuhlið fjárlaga. Þessi atriði eiga að skila ríkissjóði 8,4 milljörðum á næsta ári.

Á móti kemur einna helst að barnabætur eiga að hækka og hækkun vaxtabóta verður framlengd um eitt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×