Innlent

Ríkisstjórnin veitir átta milljónum til tíu góðgerðarsamtaka í tilefni jóla

Atli Ísleifsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að veita samtals átta milljónir króna styrk í tilefni jóla til tíu góðgerðasamtaka sem starfa hér á landi. Var þetta samþykkt eftir tillögu forsætisráðherra.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að lagt sé til að veitt verði af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til tíu góðgerðasamtaka hér á landi.

Upphæðin skiptist þannig: Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Vesturlands og Hjálpræðisherinn á Íslandi fái 700.000 krónur hver.

Þá fá Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp-félagasamtök, Rauði kross Íslands og Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 900.000 þúsund krónur hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×