Innlent

Ríkisstjórnin samþykkir náttúrupassa

Bjarki Ármannsson skrifar
Frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, ráðherra ferðamála, um náttúrupassa var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar rétt í þessu.
Frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, ráðherra ferðamála, um náttúrupassa var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar rétt í þessu. Vísir/GVA
Frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, ráðherra ferðamála, um náttúrupassa var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar rétt í þessu.

Þetta herma heimildir Vísis. Skiptar skoðanir eru uppi varðandi ágæti frumvarpsins en hafa Samtök ferðaþjónustunnar meðal annars kallað eftir því að frekar verði sett gjald á gistinætur ferðamanna.

Frumvarpið mun leggja til að netið og snjallsímar nýtist helst fyrir náttúrupassann, eitt gjald verði innheimt og gildistími passans verði þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×