Innlent

Ríkissaksóknari rannsakar leka á gögnum Samkeppniseftirlitsins

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Skipafélögin tvö hafa bæði hafnað ólöglegu samráði.
Skipafélögin tvö hafa bæði hafnað ólöglegu samráði. Vísir / GVA

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari ætlar að rannsaka leka á trúnaðargögnum um kæru Samkeppniseftirlitsins gegn ellefu starfsmönnum tveggja skipafélaga til Kastljóss. Þetta kemur fram í svari hennar við fyrirspurn RÚV um málið.



Kastljós fjallaði um kæru Samkeppniseftirlitsins til embættis sérstaks saksóknara vegna meintra brota Eimskips og Samskipa á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið sjálft fór fram á að opinber rannsókn færi fram á því hvaðan og hvernig trúnaðarupplýsingunum var lekið til Kastljóss. 


Tengdar fréttir

Segir alvarlegt ef upplýsingum hafi verið lekið

Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir alvarlegt ef í ljós kemur að upplýsingum varðandi meint samráð Eimskips og Samskipa hafi verið leikið til óviðkomandi aðila. Eftirlitið hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari rannsaki málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×