Viðskipti innlent

Ríkisendurskoðun gagnrýnir samninga ráðuneytis við einkafyrirtæki

ingvar haraldsson skrifar
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi og Inga Dóra Sigfúsdóttir, eigandi Rannsókna og greiningar.
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi og Inga Dóra Sigfúsdóttir, eigandi Rannsókna og greiningar.
Ríkisendurskoðun gagnrýnir samninga sem Menntamálaráðuneytið gerði við einkahlutafélagið Rannsóknir og greiningu í nýrri skýrslu.



Fréttablaðið greindi fyrst frá samningum
ráðuneytisins við Rannsóknir og greiningu sem hefur fengið 158 milljónir frá ráðuneytinu fyrir margvíslegar æskulýðsrannsóknir síðastliðin 16 ár.

Ríkisendurskoðun telur að ráðuneytið þurfi að vanda betur til samninga sem það gerir um styrki og kaup á vörum og þjónustu. Þá þurfi að móta heildarstefnu um æskulýðsrannsóknir og kanna hvort hafa megi styrki til þeirra í sérstökum sjóði í umsjá Rannís.

Í skýrslunni bendir Ríkisendurskoðun á ýmis atriði tengd þessum viðskiptum sem stofnunin telur að betur hefðu mátt fara. Meðal annars telur stofnunin að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefði þurft að vanda betur til samninga sem það gerði við félagið.

„Eðli þessara samninga hafi ekki alltaf verið ljóst, þ.e. hvort þeir teljist styrktar- eða þjónustusamningar. Þá telur Ríkisendurskoðun að í einu tilviki hefði átt að bjóða út verkefni sem Rannsóknir og greining fékk án útboðs. Stofnunin hvetur ráðuneytið til að vanda betur til þeirra samninga sem það gerir um styrki eða kaup á vörum og þjónustu,“ segir í skýrslunni.

Erfitt að meta árangur því markmið voru ekki skilgreind

Ríkisendurskoðun bendir einnig á að erfitt sé að meta hvort fjárframlög ríkissjóðs til Rannsókna og greiningar hafi skilað fullnægjandi árangri þar sem hvergi er kveðið á um markmið rannsóknanna og hvernig meta skuli árangur þeirra. Þó telur Ríkisendurskoðun að niðurstöður þeirra æskulýðsrannsókna sem Rannsóknir og greining hafi unnið fyrir stjórnvöld hafi komið mörgum til góða.


Tengdar fréttir

Stjórnsýsluúttekt hafin á samningum ráðuneytis

Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja stjórnsýsluúttekt á samningum ríkisins við Rannsóknir og greiningu ehf. Forkönnun sögð gefa fullt tilefni til að skoða málin betur og kanna hvort gerðir samingar standist lög og reglur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×