Innlent

Ríkið taki við á ný náist ekki niðurstaða

ingibjörg bára sveinsdóttir skrifar
Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að flytja þurfi 1,33 prósentustig af tekjuskatti ríkisins yfir í útsvar.
Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að flytja þurfi 1,33 prósentustig af tekjuskatti ríkisins yfir í útsvar.
Verkefnisstjórn um endurmat á yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk frá ríkinu til sveitarfélaganna, sem gerð var 2011 stefnir að því að skila niðurstöðum fyrir lok apríl. Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í síðustu viku segir í bókun að náist ekki niðurstaða fyrir mitt þetta ár um fullnægjandi fjármögnun þjónustunnar til framtíðar, að mati stjórnar sambandsins, verði þegar hafist handa við að undirbúa það að ríkið taki málaflokkinn aftur til sín frá næstu áramótum.

Í minnisblaði sambandsins til fjárlaganefndar síðastliðið haust kom fram að ríkið þyrfti að leggja til um 3 milljarða króna á þessu ári til málaflokksins umfram það sem verið hefur.

„Það var upphaflega ákveðið að flytja 1,2 prósentustig af tekjuskatti ríkisins yfir í útsvar. Við teljum að það þurfi að fara upp í 1,33 prósentustig. Það er mat okkar að það vanti 1,5 milljarða til að hægt sé að standa undir þjónustunni. Það vantar einnig um 150 milljónir króna á þessu ári til tilraunaverkefnisins um notendastýrða persónulega þjónustu og 160 milljónir vegna lengdrar viðveru eftir skóla. Til að standa undir framkvæmdaáætlun vegna breytinga á húsnæðismálum vantar 1,3 milljarða,“ segir Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Hann segir stöðu sveitarfélaga misjafna. „Á Vestfjörðum hafa menn hins vegar farið mjög hratt úr plús í mínus.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×