Innlent

Ríkið fær 1,5 milljarða í arð

Stefán Rafn skrifar
Landsvirkjun Öll stjórn fyrirtækisins var endurkjörin.
Landsvirkjun Öll stjórn fyrirtækisins var endurkjörin.
Stjórnsýsla Aðalfundur Landsvirkjunar samþykkti í gær tillögu stjórnar fyrirtækisins þess efnis að greiða hluthafa félagsins 1,5 milljarða króna í arð. En ríkið er eini hluthafi Landsvirkjunar.

Stjórnarformaður Landsvirkjunar, Jónas Þór Guðmundsson, og varaformaður stjórnar, Jón Björn Hákonarson, voru endurkjörnir á fundinum auk stjórnarinnar. Auk þeirra Jónasar og Jóns sitja í stjórninni Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður, Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Álfheiður Ingadóttir líffræðingur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×