Innlent

Ríkið býður út farmiðakaup í febrúar

Sveinn Arnarsson skrifar
Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri FA
Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri FA
Fjármálaráðuneytið hefur tekið þá ákvörðun að bjóða út farmiðakaup stjórnarráðsins í febrúar og í framhaldi af því verði kaupum annarra ríkisstofnana á flugfarmiðum boðin út.

Félag atvinnurekenda hefur ítrekað sent fyrirspurnir til ráðuneytisins um málið þar sem ríkið hafi brotið lög um opinber innkaup með því að bjóða ekki út flugfarmiða opinberra stofnana ríkisins. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að ráðuneytið hafi í samstarfi við önnur ráðuneyti, Fjársýslu ríkisins og ríkiskaup unnið að undirbúningi undanfarin misseri.

„Við fögnum því að fá loksins einhver viðbrögð úr ráðuneytinu. Það er fagnaðarefni að hreyfing sé að komast á málið eftir meira en þriggja ára brot ríkisins á lögum um opinber innkaup,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×