FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 14:00

Get gert fullt af hlutum miklu betur

SPORT

Ríkiđ bótaskylt ef dćmt er gegn EES-rétti

 
Innlent
06:00 21. JANÚAR 2016
ESA segir ríkiđ brotlegt viđ EES-samninginn međ ţví ađ hafa ekki klausur í lögum um skađabótaábyrgđ ríkisins gangi íslenskir dómstólar gegn lagaframkvćmd EES.
ESA segir ríkiđ brotlegt viđ EES-samninginn međ ţví ađ hafa ekki klausur í lögum um skađabótaábyrgđ ríkisins gangi íslenskir dómstólar gegn lagaframkvćmd EES. FRÉTTABLAĐIĐ/GVA

Íslensk lög koma í veg fyrir að einstaklingar geti höfðað skaðabótamál gegn ríkinu þegar dómstólar fara ekki að EES-rétti. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, í gær. Er þess krafist að Ísland fylgi meginreglunni um skaðabótaábyrgð ríkis vegna brota á reglum EES-réttar, en sú meginregla taki einnig til brota dómstóla.

Fram kemur í tilkynningu ESA að eftirlitsstofnunin hafi komist að þessari niðurstöðu eftir rannsókn í tilefni kvörtunar frá aðila sem taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna rangrar túlkunar Hæstaréttar á EES-rétti.

„Þótt ríki geti borið skaðabótaábyrgð vegna dóma sem brjóta gegn reglum EES-réttar er sjálfstæði dómstóla ekki dregið í efa í niðurstöðu ESA. Hitt er heldur ekki dregið í efa að dómar eru endanlegir. Meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkis krefst þess að bætur séu greiddar en ekki endurskoðunar á niðurstöðu dómsins,“ segir í tilkynningu ESA.

Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. „Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við rökstudda álitinu með nauðsynlegum aðgerðum innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ríkiđ bótaskylt ef dćmt er gegn EES-rétti
Fara efst