LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ NÝJAST 23:48

Fjórtán ára fangelsi fyrir morđtilraun

FRÉTTIR

Ríkiđ bótaskylt ef dćmt er gegn EES-rétti

 
Innlent
06:00 21. JANÚAR 2016
ESA segir ríkiđ brotlegt viđ EES-samninginn međ ţví ađ hafa ekki klausur í lögum um skađabótaábyrgđ ríkisins gangi íslenskir dómstólar gegn lagaframkvćmd EES.
ESA segir ríkiđ brotlegt viđ EES-samninginn međ ţví ađ hafa ekki klausur í lögum um skađabótaábyrgđ ríkisins gangi íslenskir dómstólar gegn lagaframkvćmd EES. FRÉTTABLAĐIĐ/GVA

Íslensk lög koma í veg fyrir að einstaklingar geti höfðað skaðabótamál gegn ríkinu þegar dómstólar fara ekki að EES-rétti. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, í gær. Er þess krafist að Ísland fylgi meginreglunni um skaðabótaábyrgð ríkis vegna brota á reglum EES-réttar, en sú meginregla taki einnig til brota dómstóla.

Fram kemur í tilkynningu ESA að eftirlitsstofnunin hafi komist að þessari niðurstöðu eftir rannsókn í tilefni kvörtunar frá aðila sem taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna rangrar túlkunar Hæstaréttar á EES-rétti.

„Þótt ríki geti borið skaðabótaábyrgð vegna dóma sem brjóta gegn reglum EES-réttar er sjálfstæði dómstóla ekki dregið í efa í niðurstöðu ESA. Hitt er heldur ekki dregið í efa að dómar eru endanlegir. Meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkis krefst þess að bætur séu greiddar en ekki endurskoðunar á niðurstöðu dómsins,“ segir í tilkynningu ESA.

Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. „Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við rökstudda álitinu með nauðsynlegum aðgerðum innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ríkiđ bótaskylt ef dćmt er gegn EES-rétti
Fara efst