Innlent

Ríkið axli ábyrgð á höfuðsafni

svavar hávarðsson skrifar
Þess er krafist að Náttúruminjasafni verði tryggður viðeigandi húsakostur.
Þess er krafist að Náttúruminjasafni verði tryggður viðeigandi húsakostur. fréttablaðið/valli
„Það er skýlaus krafa að hið opinbera axli þá ábyrgð sem því ber, og leggi sitt af mörkum til uppbyggingar Náttúruminjasafns Íslands. Það er forgangsmál að tryggja safninu húsnæði og sýningaraðstöðu til frambúðar,“ segir í ályktun stjórna Félags íslenskra safna- og safnmanna (FÍSOS) og Félags íslenskra safnafræðinga (FÍS).

Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur Náttúruminjasafninu verið sagt upp núverandi húsnæði sínu. Á sama tíma er engin grunnsýning á vegum safnsins frekar en mörg undanfarin ár. Beðið er ákvörðunar um uppsetningu sýningar í Perlunni.

Félögin skora á Alþingi og mennta- og menningarmálaráðuneyti að móta metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir uppbyggingu á starfsemi Náttúruminjasafns Íslands, og tryggja rekstrargrundvöll safnsins svo sómi verði að fyrir þjóðina. Félögin segja að staða Náttúruminjasafns Íslands sé „algerlega óásættanleg, sem höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×