Innlent

Ríkharður fyllir í skarð Magnúsar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ríkharður hefur gegnt stöðunni í ár í fjarveru Magnúsar og er því öllum hnútum kunnugur.
Ríkharður hefur gegnt stöðunni í ár í fjarveru Magnúsar og er því öllum hnútum kunnugur.
Ríkharður Hólm Sigurðsson er nýr forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð. Ríkharður var kjörinn á aukafundi bæjarstjórnar í gærkvöldi sem boðað var til eftir að Magnús S. Jónasson, kollegi Ríkharðs á Fjallabyggðalistanum, óskaði eftir lausn frá störfum. Þetta kemur fram á vef Fjallabyggðar.

Magnús var handtekinn af lögreglu í síðustu viku vegna gruns um fjárdrátt hjá AFL Sparisjóði á Siglufirði, en hann starfaði áður sem skrifstofustjóri hjá sjóðnum. Ríkharður hefur gegnt stöðu forseta bæjarstjórnar undanfarið ár í fjarveru Magnúsar sem hefur verið frá vegna veikinda.

Átta starfsmenn sérstaks saksóknara fóru norður í land í síðustu viku vegna málsins og framkvæmdu húsleitir vegna málsins.

Í yfirlýsingu frá AFL Sparisjóði frá því í síðustu viku segir að við athugun sérstaks saksóknara í alls óskyldu máli hafi komið upp rökstuddur grunur um fjárdrátt fyrrum skrifstofu sparisjóðsins. Málið var í framhaldinu kært til sérstaks saksóknara.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×