Viðskipti innlent

Ríflega fjörutíu prósenta aukning í nýskráningu bíla það sem af er ári

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/getty
Tæplega sjötíu prósent aukning var í nýskráningum fólksbíla í ágúst samanborið við sama mánuð í fyrra. Alls voru 842 nýir fólksbílar nýskráðir í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu.

Sala á nýjum fólksbílum í ágúst jókst um 69,8% milli ára en á sama tíma í fyrra voru 496 bílar nýskráðir. Það sem af er ári er 41,7% aukning í nýskráningum samanborið við fyrstu átta mánuði ársins í fyrra. 10.794 fólksbílar hafa verið nýskráðir í ár.

Áframhaldandi aukning er í nýskráningum fólksbíla og er aukningin nú aðallega til einstaklinga og fyrirtækja en búið er að afgreiða megnið af bílaleigubílum sem afgreiddir verða á árinu. Um jákvæða þróun er að ræða með tilliti til öryggissjónarmiða og mengunar þar sem Ísland er enn í efstu sætum í Evrópu hvað varðar meðalaldur fólksbíla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×