Innlent

Rifja upp íslensku glímuna á ÓL 1912

Atli Ísleifsson skrifar
Glíma og hafnarbolti voru sýningargreinar á leikunum 1912 og voru hluti af formlegri dagskrá, en hafði þó ekki stöðu formlegrar keppnisgreinar.
Glíma og hafnarbolti voru sýningargreinar á leikunum 1912 og voru hluti af formlegri dagskrá, en hafði þó ekki stöðu formlegrar keppnisgreinar.
Umsjónarmenn opinberrar Facebook-síðu Ólympíuleikanna birtu í gær myndband af því þegar glíma var sýnd á Ólympíuvellinum í Stokkhólmi á leikunum árið 1912.

Rúmlega tíu milljónir manna hafa líkað við síðuna og er því ljóst að fjölmargir nýir hafa nú kynnst íþróttinni.

Facebook-notendur hafa sumir spurt í athugasemdum hvort dans hafi verið ólympíugrein á þessum tíma og enn aðrir hvort um hafi verið að ræða ólympíugrein í að bregða fyrir öðrum fæti.

Glíma og hafnarbolti voru sýningargreinar á leikunum 1912 og voru hluti af formlegri dagskrá, en hafði þó ekki stöðu formlegrar keppnisgreinar.

Sjá má færsluna og myndbandið með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×