Bíó og sjónvarp

RIFF kynnir 40 kvikmyndir sem verða á hátíðinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega spennandi dagskrá framundan á RIFF.
Virkilega spennandi dagskrá framundan á RIFF.
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík verður sett þann 24. september næstkomandi og nú þegar akkúrat 4 vikur eru til hátíðar eru kynntar 40 myndir sem verða á dagskrá þá 11 daga sem hátíðin stendur.

Myndirnar sem nú eru kynntar eru annars vegar heimildarmyndir og myndir í keppnisflokkunum Open Seas þar sem sérstaklega eru valdar myndir sem vakið hafa athygli á kvikmyndahátíðum undanfarin misseri og flokknum A Different Tomorrow sem inniheldur myndir sem taldar eru geta bætt heiminn í kringum okkur.

Það kennir ýmissa grasa í listanum að neðan, allt frá heimildarmyndum um Hollywoodstjörnur sem fallnar eru frá, um stjórnarskrárbreytingar í Zimbabwe og þá mynd um líf og störf sælkera og matargagnrýnanda.

Fjölmargar myndir eru bæði Norðurlanda- og Evrópufrumsýndar á RIFF í ár og nokkrar af myndunum verða teknar til sýninga á kvikmyndahátíðunum í Feneyjum og Toronto sem eru á næsta leiti.

Í tilkynningu frá forsvarsmönnum RIFF vilja þeir minnast sérstaklega á eftirfarandi myndi sem vakið hafa mikla athygli á undanförnum misserum

Cartel Land Heimildarmynd eftir Matthew Heineman frá Bandaríkjunum sem segir sögu tveggja sjálfskipaðra löggæslumanna sem hafa ákveðið að leggja allt í sölurnar til að kveða niður vargöldina sem geisað hefur í Mexíkó vegna stríða glæpagengja þar í landi. Myndin var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni og naut þar mikilla velgengni, hlaut meðal annars verðlaun fyrir bestu leikstjórn og kvikmyndatöku.

Ingrid Bergman in her own Words Heimildarmynd eftir hinn sænska Stig Björkman. Í myndinni eru birt áður óbirt dagbókarbrot, bréf og myndefni Ingrid Bergman sem varpa nýju ljósi á heillandi sögu venjulegrar sænskrar stúlku sem á stuttum tíma varð stærsta stjarnan í Hollywood. Myndin hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí.

Heimildarmyndin Pervert Park Hjónin Frida og Lasse Barkfors lögðu í það krefjandi ferðalag að heimsækja hjólhýsagarðinn Florida Justice Transition þar sem safnast hafa saman dæmdir kynferðisbrotamenn sem reyna á nýjan leik að aðlagast samfélaginu. Myndin segir sögu þeirra á hreinskilin og umbúðalausan hátt.

Drone eftir Terje Hissen Schei Heimildarmynd sem fjallar um notkun CIA og bandaríkjahers á flygildum í hernaði. Myndin segir bæði sögu íbúa í Pakistan sem búa við sífellda ógn vopnanna og þá innri baráttu þeirra sem stýra tólunum. Schei hefur á undanförnum árum unnið til fjölmargra friðar- og mannúðarverðlauna á kvikmyndahátíðum víða heim.

Tangerine eftir leikstjórann Sean Baker  Þessi frumlega og fjöruga mynd fjallar trans-vændiskonuna Sin-Dee sem hefur leit um alla Los Angeles að dólgnum Chester sem hélt framhjá henni á meðan mánaðarlangri fangelsisdvöl hennar stóð. Myndin var öll tekin upp á þremur iPhone 5 snjallsímum og vann til verðlauna á Karlovy Vary hátíðinni.

Journey to the Shore eftir Kiyoshi Kurosawa  Þremur árum eftir að Yusuke drukknaði undan norðuströnd Japans, snýr hann aftur heim til ekkju sinnar Mizuki og býður henni í ferðalag að ströndinni þar sem hann kvaddi heiminn. Ljúfsár drauga-ástarsaga sem sýnir að náin tengsl geta náð út fyrir dauðann. Myndin hlaut leikstjórnarverðlaun í Un Certain Regard flokknum á Cannes.





Ingrid Bergman
Marlon Brando
Pervert Park
Cartel Land


ALLAR MYNDIR Í STAFRÓFSRÖÐ1989

A Flickering Truth

Around the World in 50 Concerts

Cartel Land

Chasukes Journey

Chevalier

Democrats

Drones

Eisenstein in Guajanato

Embrace of the Serpent

Foodies

Haida Gwaii: On the Edge of the World

How to Change the World

Jäg är Ingrid

Jia Zhang-ke: A Guy from Fenyang

Journey to the Shore

Last Days in the Desert

Last of the Elephant Man

Leaving Africa

Listen to Me Marlon

Mountains May Depart

Pervert Park

Rolling Papers

Sweet Mickey

Tangerine

The Amina Profile

The Arms Drop

The Circus Dynasty.

The Closer We Get.

The Living Fire.

The Measures of a Man

The Messenger

The Other Side

The Queen of Silence

The Shore Break

The Wanted 18

Those Who Fall have Wings

War of Lies

Warriors from the North

Who Took Johnny






Fleiri fréttir

Sjá meira


×