Lífið

Rífandi stemning á tónleikum alt-J

Um 2200 manns eru samankomnir í Vodafonehöllin að hlýða á bresku indísveitina alt-J sem leikur þar nú fyrir dansi.

Að sögn áhorfanda sem fréttastofan tók tali er rífandi stemning í salnum og fólk sé nú í óðaönn við að dilla sér og syngja með helstu slögurum sveitarinnar.

Tónleikarnir hófust um klukkan 20 og hitaði íslenska sveitin Samaris upp fyrir alt-J sem steig svo sjálf á stokk um klukkan 21:15.

Hljómsveitin hefur á tónleikunum að mestu leikið lög af fyrri breiðskífu sinni, An Awesome Wave, sem kom út árið 2012. 

Hér að ofan má sjá stutt brot af tónleikunum í kvöld.

Nokkuð þéttir bara... #altJ

A photo posted by gilsi78 (@gilsi78) on


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×