Tónlist

Rif undirbýr fyrstu plötuna

Andri og félagar í hljómsveitinni Rif undirbúa nýja plötu.
Andri og félagar í hljómsveitinni Rif undirbúa nýja plötu.

Rif er að undirbúa sína fyrstu plötu sem ætti að koma út snemma á næsta ári. Lagið Sól í sinni er nýjasta afurðin frá hljómsveitinni og hefur það hljómað á Rás 2 síðustu vikur.

Rif hefur verið starfandi í rúmlega ár. Hún spratt upp úr endurkomu hljómsveitarinnar Náttfari sem gaf út plötuna Töf árið 2011

Andri Ásgrímsson gítarleikari og Haraldur Þorsteinsson bassaleikari skipa Rif ásamt góðum gestum eins og Arnari og Nóa úr Leaves og söngkonunni Bryndísi Helgadóttur.

Tónlistin er þjóðlagaskotið popp/rokk með íslenskum textum eftir Andra og Harald sem og Stein Steinarr og fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×