Golf

Rickie leiðir fyrir lokahringinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rickie slær af teig.
Rickie slær af teig. Vísir/Getty
Rickie Fowler er með öruggt fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn á Honda Classic Championship sem fer fram í Palm Beach Gardens í Flórída um helgina og er hluti af PGA-mótaröðinni.

Fowler var einu höggi á eftir Ryan Palmer og Wesley Bryan fyrir hring gærdagsins en þeir náðu sér engan vegin á strik í gær.

Palmer lék á þremur höggum yfir pari og féll niður í 20. sæti en Bryan lék á tveimur höggum yfir pari og deilir þriðja sæti með fjórum öðrum.

Náði Fowler að nýta sér mistök keppinauta sinna en hann lék á fimm höggum undir pari í gær sem var besti hringur hans á mótinu en hann tapaði engum höggum á hringnum.

Er hann fyrir vikið með fjögurra högga forskot á breska kylfinginn Tyrrell Hatton og verður að segjast að staðan er góð fyrir Fowler.

Er munurinn er líklegast of mikill til að kylfingarnir í þriðja sæti nái honum á lokahringnum en þar á meðal er þýski kylfingurinn Martin Kaymer.

Bein útsending verður frá lokadegi Honda Classic mótsins á Golfstöðinni í dag en útsending hefst klukkan 18.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×