SUNNUDAGUR 4. DESEMBER NÝJAST 22:24

Eiður Smári býðst til að spila með Chapecoense

SPORT

Rickie Fowler: Vil að vera partur af umræðunni

 
Golf
17:45 27. JANÚAR 2016
Það er blússandi uppgangur á Rickie Fowler þessa dagana.
Það er blússandi uppgangur á Rickie Fowler þessa dagana. GETTY

Þrátt fyrir að Rickie Fowler sé einn allra vinsælasti kylfingur heims er sjaldan talað um hann í samhengi og þrjá bestu kylfinga heims, Rory McIlroy, Jason Day og Jordan Spieth.

Bandaríkjamaðurinn ungi sendi þó skýr skilaboð um síðustu helgi til keppinauta sinna með frábærum sigri á Abu Dhabi meistaramótinu, þar sem mesta athyglin var á Jordan Spieth og Rory McIlroy alla helgina.

Fowler segist vilja vera í sama hópi og fyrrnefndir kylfingar en hann gæti ekki verið langt frá því eftir að vera búin að sigra á fjórum stórum mótum á undanförnum níu mánuðum.

Hann segist þó skilja að til þess að komast í hóp þeirra allra bestu þá þurfi hann að sigra risatitil.

Ég vil vera hluti af umræðunni og næsta tækifæri sem ég fæ til þess verður á Augusta, ég hef aldrei verið í betri séns á að vinna risatitil.“

Fowler komst upp í fjórða sæti á heimslistanum í golfi með sigrinum um síðustu helgi en hann hefur náð miklum framförum á síðustu mánuðum undir handleiðslu eins þekktasta golfkennara heims, Butch Harmon.

Að vera meðal efstu manna á lokahringjunum er rosalega góð tilfinning, ég er loksins byrjaður að læra hvernig á að klára svoleiðis aðstæður, æfingarnar með Butch hafa hjálpað mér mikið.


Deila
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIÐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesið
  • Fréttir
  • Sport
  • Viðskipti
  • Lífið
Forsíða / Sport / Golf / Rickie Fowler: Vil að vera partur af umræðunni
Fara efst