Lífið

Rick Astley á leið til Íslands

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Rick Astley.
Rick Astley. vísir/getty
Einn fremsti söngvari Breta á níunda áratugnum, Rick Astley hefur ákveðið að koma til Íslands og skemmta landanum með tónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 1. maí næstkomandi.

Rick Astley lagði heiminn að fótum sér árið 1987 með laginu Never Gonna Give You Up sem fór beinustu leið í fyrsta sæti vinsældalista í 25 löndum samtímis.

Hann er eini karlkyns sóló listamaðurinn sem hefur átt átta lög á top 10 í Bretlandi. Astley dró sig í hlé árið 1993 af persónulegum ástæðum en þá hafði hann selt yfir 40 milljón plötur á heimsvísu.

Rick Astley ákvað að snúa sér aftur að listamannsferlinum árið 2007. Síðan þá hefur hann gefið út tvær plötur auk þess að koma fram á tónleikum en þó helst ekki í mikilli fjarlægð frá Englandi þar sem honum mun vera illa við flugvélar.


Tengdar fréttir

Sir Tom Jones kemur til landsins í sumar

Goðsögnin mun halda upp á 75 ára afmæli sitt á Íslandi en hann leikur í Laugardalshöll í júní. Rödd hans eldist eins og gott rauðvín segir tónleikahaldari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×