Formúla 1

Ricciardo útilokar ekki að fara til Ferrari

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Daniel Ricciardo nagar neglurnar yfir framhaldinu.
Daniel Ricciardo nagar neglurnar yfir framhaldinu. Vísir/Getty
Hver ekur fyrir Ferrari á næsta ári? Sú spurning brennur á allra vörum. Nú hefur Daniel Ricciardo viðurkennt áhuga á sæti Kimi Raikkonen.

Samningur Kimi Raikkonen er endurnýjanlegur við lok tímabilsins, Raikkonen hefur hins vegar ekki staðið sig nógu vel til að vera alveg öruggur með að halda sæti sínu. Í kjölfarið hafa margir verið nefndir sem mögulegir arftakar hans hjá Ferrari. Valtteri Bottas, Esteban Gutierrez, Nico Hulkenberg og nú síðast Daniel Ricciardo.

Aðspurður hvort Ricciardo myndi hafa áhuga ef Ferrari kæmi leitandi til hans sagði Ástralinn: „Það sem ég vil er að vinna, svo einfalt er það. Það hefur verið það sem angrar mig mest í ár að við erum ekki í stöðu til að vinna keppnir, sem ökumaður er það allt sem maður vill.“

Samningar Ricciardo og Red Bull gætu þó staðið í vegi fyrir för hans til Ferrari eins og ökumaðurinn nefndi.

„Þegar kemur að samningum þá vandast málin, það er ekki svo einfalt að ég geti sagt já ég ætla að fara til Ferrari og þá sé það komið. Það er ýmislegt sem kemur í veg fyrir það og eins og ég skil hlutina er ekki líklegt að ég geti farið neitt.“

„Ég hef fulla trú á að Red Bull geti snúið við blaðinu fyrir næsta tímabil og komið bílnum aftur á toppinn. Það er ennþá mikið af góðu fólki innan liðsins og hráefnið er til staðar, við þurfum bara að taka næstu skref - sem verða a vera réttu skrefin og þá held ég að við komumst á toppinn,“ sagði Ricciardo.

„Hvað varðar Ferrari þá er það auðvitað gaman að vita að akstur minn vekur athygli þar. Ég tek því sem hrósi og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Ricciardo að lokum.

Færi Ricciardo til Ferrari yrði liðsfélagi hans að öllum líkindum Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari og fyrrum liðsfélagi Ricciardo frá síðasta ári. Mörgum er það í fersku minni hversu mikið betur Ricciardo ók hjá Red Bull í fyrra en Vettel. Sú keppni rði áhugaverð hjá nýju liði.


Tengdar fréttir

Nýr bíll Force India vekur tilhlökkun

Force India ætlar að kynna nýjan bíl þessa helgi á Silverstone brautinni í Bretlandi. Liðið er fullt tilhlökkunar samkvæmt Vijay Mallya, liðsstjóra Force India.

Nico Rosberg vann í Austurríki

Nico Rosberg á Mercedes vann austurríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji.

Bílskúrinn: Allt markvert frá Austurríki

Nico Rosberg bítur frá sér, nælir í 25 stig og gerir það með glans. Kimi Raikkonen verður undir Fernando Alonso, Williams stelur verðlaunum af Ferrari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×