Formúla 1

Ricciardo langar ekkert að keyra fyrir Ferrari

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Ricciardo vann sína fyrstu keppni í Kanada og brosti sínu breiðasta að vanda.
Ricciardo vann sína fyrstu keppni í Kanada og brosti sínu breiðasta að vanda. Vísir/Getty
Daniel Ricciardo ökumaður Red Bull hefur engan áhuga á að aka fyrir hið ítalska lið Ferrari. Hann fullyrðir að hann sé betur settur hjá Red Bull.

Ástralinn ungi sem hefur ættir að rekja til Ítalíu segir það ekki einn af sínum draumum að keyra fyrir Ferrari. Margir ökumenn lýsa því sem sinni stærstu ósk að keyra fyrir hið sögufræga lið. Ricciardo er ekki einn þeirra.

„Í hreinskilni sagt finnst mér þetta klysja,“ sagði Ricciardo í viðtali við Gazzeta dello Sport.

„Sumir ökumenn eiga sér þann draum, en ég held að það tengist því að foreldrar þeirra héldu með Ferrari vegna sögunar og menningararfleifðarinnar,“ hélt hann áfram.

„Ítölsku genin mín koma þó klárlega fram þegar ég borða,“ sagði Ricciardo léttur í bragði.

Hann kveðst ánægður með sitt fyrsta ár hjá Red Bull og ætlar sér ekkert að fara þaðan í bráð.

„Ég var að vonast eftir ári sem þessu. Ég vissi að ef ég gerði allt rétt gæti ég barist við Sebastian (Vettel). Ég tel að fyrri hluti árs hafi verið mjög góður, markmiðið er bara að halda áfram á sömu braut,“ sagði Red Bull ökumaðurinn að lokum.


Tengdar fréttir

Ökumenn mótmæla breyttri endurræsingu

Nánast hver einasti af 22 ökumönnum í Formúlu 1 hefur mótmælt endurræsingu keppna úr kyrrstöðu. Þrátt fyrir það er breytingin væntanleg á næsta tímabili.

Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim

Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því?

Daniel Ricciardo vann í Kanada

Daniel Ricciardo vann gríðarlega spennandi kappakstur í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji.

Ricciardo kom fyrstur í mark | Myndband

Daniel Ricciardo varð hlutskarpastur í Formúlu 1 kappakstri gærdagsins sem fór fram í Kanada. Þetta var hans fyrsti sigur í keppninni, en hann ekur fyrir Mercedes.

Bílskúrinn: Veislan í Kanada

Kanadíski kappaksturinn í ár einkenndist af drama og skakkaföllum. Dramatíkin náði nýjum hæðum og Mercedes vann ekki.

Webber: Ricciardo ekki gert nein mistök

Ástralinn Mark Webber hrósaði samlanda sínum og arftaka hjá Red Bull, Daniel Ricciardo eftir að sá síðarnefndi vann kanadíska kappaksturinn á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×