Íslenski boltinn

Reynir situr í settinu með hárkolluna sína og kallar menn hrotta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Reynir Leósson í leik með Val.
Reynir Leósson í leik með Val. vísir/vilhelm
Kjartan Henry Finnbogason hefur verið mikið á milli tannanna á fólki vegna atvika sem hafa komið upp í leikjum KR. Framherjinn er ekki sáttur við þá gagnrýni sem hann hefur fengið í Pepsi-mörkunum og þá sérstaklega þá gagnrýni sem hann hefur fengið frá ReyniLeóssyni.

„Reynir var í Skagaliðinu þegar þeir voru upp á sitt grjótharðasta. Ég spilaði stundum á móti honum og ósjaldan var maður klipinn í hornum eða fékk hné í bakið. Hvort það var viljandi eða ekki skiptir ekki máli. Þetta var partur af boltanum,“ segir Kjartan.

„Svo situr hann í sjónvarpssettinu með hárkolluna sína og vænir menn um að vera hrotta og óþverra. Mér finnst það vera aumkunarvert. Ég var orðinn frekar þreyttur á því. Reynir fór í taugarnar á mér því hann var að kasta steinum úr glerhúsi. Ég á ekki til orð yfir það að hann sé að væna menn um hrottaskap. Ég skil vel að menn séu að búa til sjónvarp, reyna að vera fyndnir og svaka spaðar en ég held að menn ættu stundum að líta sér nær.“

Kjartan neitar því þó ekki að hann sé fastur fyrir enda keppnismaður.

„Ég er ekki að segja að ég sé einhver engill. Ég er karakter og hef alltaf verið svona. Ég er líka oft marinn og stigið á mig en ég mæti ekki í viðtöl og væli hvort eitthvað sé viljandi líkt og Brynjar Gauti gerði eftir ÍBV-leikinn. „Come on“ þetta eru fullorðnir karlmenn í fótbolta.“


Tengdar fréttir

Atli Jens: Vona að Kjartan bæti ráð sitt

Atli Jens Albertsson, leikmaður Þórs, hefur ekkert æft síðan KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason steig ofan á hann í leik liðanna á Akureyri.

Umfjöllun Pepsi-markanna um Kjartan Henry

Rifjaðu upp hvernig umfjöllun Pepsi-markanna var um Kjartan Henry Finnbogason var árið 2012 en hún varð að hitamáli í íslenska boltanum í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×