Innlent

Reyni tíðrætt um jakkafötin

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Deiluaðilar bíða fundar.
Deiluaðilar bíða fundar. Mynd/Jón Trausti Reynisson
„Þetta eru bara átök. Við og jakkafötin,“ sagði Reynir Traustason, ritstjóri DV, áður en hann hélt inn á aðalfund hlutafélags DV. Aðalfundurinn hófst öðru sinni á Hótel Natura klukkan þrjú í dag en honum var frestað síðastliðinn föstudag fram til dagsins í dag vegna ágreinings um ársreikninga.

Kosning nýrrar stjórnar útgáfufélags DV er á dagskrá framhaldsaðalfundarins. Í kjölfarið tekur ný stjórn til starfa. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr hluthafahópnum verður boðað til stjórnarfundar sem fyrst og verður þar rætt um ráðningu nýs ritstjóra.  Reynir var þó nokkuð rólegur áður en hann gekk inn á fundinn og sagðist engar áhyggjur hafa.

„Ég lít ekki á þetta sem ég sé að fara að missa starfið. Ég lít á það þannig að ég sé að fara að skipta um starf og hef ekki áhyggjur. Þetta eru búnir að vera margir mánuðir í alls konar átökum og vitleysu og þessu verður að linna,“ segir Reynir.

„Ef ég þarf að fara þá verður það bara að vera svo. Þá vona ég að nýir eigendur, hverjir í ósköpunum þeir nú eru, fari vel með starfsfólkið og leyfi því að blómstra.“

Barátta um eignarhald

Mikill styr hefur staðið undanfarnar vikur um eignarhald á útgáfufélagi DV. Björn Leifsson, jafnan kenndur við líkamsræktarstöðina World Class, keypti rúmlega 4 prósenta hlut í félaginu í gegnum einkahlutafélagið fyrr í þessum mánuði en mun Þorsteinn Guðnason, stjórnarmaður í DV, kaupa hlut hans. Sammældust Björn og Þorsteinn um að það yrði útgáfufélaginu til hagsbóta að Björn og Laugar hyrfu úr hluthafahópnum.  Því vakti nokkra athygli þegar Björn Leifsson mætti á fundinn í dag.

Framhaldsfundurinn var tímasettur klukkan þrjú en töluverðan tíma tók fyrir hluthafa að komast í fundarsal þar sem gaumgæfilega var athugað hvort fundargestir væru ekki örugglega hluthafar. Þurftu þeir að framvísa gögnum og skilríkjum af þeim sökum. Fundurinn mun líklega standa fram á kvöld. 


Tengdar fréttir

Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar

Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins.

Lofar fjörugum aðalfundi DV

Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins

Björn Leifsson mættur á fundinn

Hluthafar í DV ehf. eru mættir á aðalfund hlutafélagsins sem fram fer öðru sinni á Hótel Natura í dag.

Slagnum um eignarhald DV frestað um eina viku

Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir deilur innan eigendahóps DV ehf. hljóta að enda með ósköpum. Hann sakar stjórnarformann félagsins um lögbrot. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður gefur lítið fyrir ásakanirnar og segir Reyni hafa stundað bolabrögð á aðalfundi félagsins í gær.

Kaupir hlut í DV og vill Reyni út

Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class.

Björn Leifsson farinn af fundinum: Vantar undirskrift

Björn Leifsson, eigandi World Class og nýr hluthafi í DV, yfirgaf hluthafafund DV á Hótel Natura um klukkustund eftir að hann hófst þegar það kom í ljós að undirskrift eins eigenda félagsins Catalina ehf., sem Björn keypti á þriðjudag, vantar á kaupsamninginn.

Aðalfundi DV frestað um viku

Aðalfundi útgáfufélags DV var frestað um viku nú síðdegis vegna ágreinings um ársreikninga félagsins.

Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag

Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×