Lífið

Reyndu að setja Íslandsmet í hópknúsi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Góð mæting var á Geggjaða daginn þrátt fyrir rigningu.
Góð mæting var á Geggjaða daginn þrátt fyrir rigningu. Mynd/Helgi Halldórsson
„Þarna var ástin í aðalhlutverki,“ segir Sara Kristinsdóttir, verkefnastjóri Gleðiverkefnisins.

Geggjaði dagurinn var haldinn í höfuðborginni á laugardaginn á vegum verkefnisins og var meðal annars reynt að slá Íslandsmet í hópknúsi.

Fyrr um daginn var kertafleyting við Tjörnina í Reykjavík, til minningar um þá sem fallið hafa fyrir eigin hendi en Gleðiverkefnið hefur það að markmiði að vekja athygli á þeim 12–15 þúsundum manns sem glíma við þunglyndi á Íslandi.

Til stendur að verkefnið verði árlegt.

Dansinn stiginn.
Einar Mikael töframaður.
Halldór Auðar Svansson hélt tölu.
Kertum fleytt.
Allt fullt af ást.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×