Erlent

Reyndi að þróa eldflaug fyrir Íslamska ríkið

MIchael Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, tók þátt í blaðamannafundi þar sem handtakan var kynnt.
MIchael Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, tók þátt í blaðamannafundi þar sem handtakan var kynnt. Vísir/AFP
Yfirvöld í Ástralíu hafa handtekið mann vegna tengsla og samskipta við vígmenn Íslamska ríkisins. Hinn 42 ára gamli Haisem Zahab, er sagður hafa aðstoðað ISIS við þróun eldflaugar. Þar að auki hafi hann unnið að þróun kerfis sem vara eigi vígamenn við komandi loftárásum.

Samkvæmt frétt BBC er ekki talið að maðurinn hafi ætlað að fremja hryðjuverkaárás í Ástralíu. Þess í stað veitti hann samtökunum ráð varðandi tæknileg atriði við þróun eldflaugar.

Lögreglan segir rannsókn málsins hafa staðið yfir íum langt skeið. Maðurinn var handtekinn á drefbýlu svæði í New South Wales.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×