Erlent

Reyndi að synda yfir til Norður-Kóreu

vísir/afp
Bandarískur karlmaður sem ákvað að taka sér sundsprett frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu var í nótt gripinn af suðurkóreskum hermönnum. Maðurinn reyndi að synda yfir landamærin til Norður-Kóreu, en það gerði hann í þeirri von að hitta leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong Un.

Algengt er að fólk reyni að komast á milli ríkjanna tveggja. Yfirleitt eru það þó íbúar Norður-Kóreu sem reyna að flýja heimaland sitt. Öryggisgæsla er því afar mikil af þeim sökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×