Innlent

Reyndi að stela áfengisflöskum á bar í miðborginni

Heimir Már Pétursson skrifar
Lögregla þurfti að sinna ýmsum málum í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla þurfti að sinna ýmsum málum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm
Maður var handtekinn á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur eftir líkamsárás um klukkan hálf fjögur í nótt. Sá sem ráðist var á var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild en meiðsli ekki talin alvarleg samkvæmt upplýsingum frá lögreglu en árásarmaðurinn var vistaður í fangageymslu.

Þá var maður staðinn að þjófnaði á áfengisflöskum á bar í miðborginni og var málið afgreitt með skýrslutöku á vettvangi.

Uppúr kvöldmat í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot á heimili í Hafnarfirði en þar höfðu rafmagnstækjum verið stolið af heimilinu.

Um þrjú leitið í nótt var ökumaður stöðvaður vegna hraðaksturs í austurborginni og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að ökumaður var einnig undir áhrifum áfengis og var hann látinn laus eftir sýnatöku.

Annar ökumaður var stöðvaður um klukkan hálf eitt í austurborginni vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og annar ökumaður var stöðvaður í vesturbænum vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var laus að sýnatöku lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×