MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 10:49

„Viđ erum ekki hérna til ađ leggja hald á olíu“

FRÉTTIR

Reyndi ađ sameina íslamista í Sýrlandi

 
Erlent
23:21 29. JANÚAR 2016
Vígamenn Nusra front í Aleppo.
Vígamenn Nusra front í Aleppo. VÍSIR/AFP

Leiðtogi al-Qaeda í Sýrlandi reyndi nýverið að sameina vígahópa íslamista í Sýrlandi í eina stóra heild. Abu Mohamad al-Golani vildi mynda stóra fylkingu til móts við Íslamska ríkið og stjórnarher Sýrlands og auka líkurnar á stuðningi frá utanaðkomandi aðilum.

Hann sagði leiðtogum annarra hópa að til greina kæmi að breyta nafni hópsins úr Nusra front, en þeir yrðu hliðhollir al-Qaeda og leiðtoga þeirra Ayman al-ZawahriZawahri tók við stjórnartaumunum þegar Bandaríkjamenn felldu Osama Bin Laden árið 2011.

Þetta kemur fram í frétt Reuters, en viðræðurnar mistókust og meðlimir Nusra Front kenna hóp sem ber heitið Ahrar al-Sham, um að slitnað hafi upp úr viðræðunum. Þær eru sagðar hafa átt sér stað fyrir um tíu dögum.

Nokkrum dögum seinna kom til bardaga á milli Nusra front og Ahrar al-Sham og féllu vígamenn beggja vegna. Aðrir uppreisnarhópar miðluðu þó málum þeirra á milli og var vopnahlé samþykkt. Heimildir Reuters segja þó einungis tímaspursmál hvenær í brýna slær á milli þeirra aftur.

Síðast þegar margir uppreisnarhópar mynduðu eina heild, þó tímabundið, unnu þeir einn af sínum stærstu sigrum og hertóku borgina Idlib.

Meðlimir Nusra front saka al-Sham um að vera peð fyrir yfirvöld Tyrklands en al-Sham-liðar vilja að Nusra-menn slíti tengslin á milli sín og al-Qaeda.

Stríð hefur nú geisað í Sýrlandi í tæp fimm ár og um 250 þúsund manns hafa látið lífið og milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Hér má sjá kort yfir stöðu mála í Sýrlandi sem uppfært er reglulega.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Reyndi ađ sameina íslamista í Sýrlandi
Fara efst