SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 11:00

Tímamót á bankamarkađi

VIĐSKIPTI

Reyndi ađ lauma sér um borđ í flutningaskip

 
Innlent
07:29 25. FEBRÚAR 2016
Eimskip hefur komiđ upp mjög öflugu vöktunarkerfi á hafnarsvćđinu og telja talsmenn félagsins nánast ómögulegt ađ komast óbođinn um borđ í skip ţar.
Eimskip hefur komiđ upp mjög öflugu vöktunarkerfi á hafnarsvćđinu og telja talsmenn félagsins nánast ómögulegt ađ komast óbođinn um borđ í skip ţar. VÍSIR/GVA

Erlendur karlmaður var handtekinn á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn upp úr klukkan tvö í nótt og er hann grunaður um að hafa ætlað að laumast um borð í flutningaskip þar, sem á að sigla vestur um haf.

Ekki segir nánari deili á manninum í skeyti lögreglu en hann er að öllum líkindum hælisleitandi, því aðrir hafa ekki reynt að komast úr landi með þessum hætti.

Eimskip hefur komið upp mjög öflugu vöktunarkerfi á hafnarsvæðinu og telja talsmenn félagsins nánast ómögulegt að komast óboðinn um borð í skip þar. Maðurinn er vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður í dag.

Þá var ungur karlmaður handtekinn í heimahúsi í Hafnarfirði laust eftir miðnætti, grunaður um líkamsárás og heimilisofbeldi. Hann var í annarlegu ástandi, að sögn lögreglu, og er því vistaður í fangageymslu fyrir yfirheyrslu í dag. Í skeyti lögreglu kemur ekki fram hvort þolandinn þurfti að leita á slysadeild. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Reyndi ađ lauma sér um borđ í flutningaskip
Fara efst