Sport

Reyndi að gabba andstæðinginn með því að þykjast deyja | Myndband

Úr leik Arkansas State og Miami.
Úr leik Arkansas State og Miami. vísir/getty
Menn hafa tekið upp á ýmsu til þess að hafa betur í íþróttum en ruðningslið Arkansas State fetaði alveg nýjar slóðir í þeim efnum um síðustu helgi.

Í leik gegn Miami reyndu leikmenn Arkansas tvöfalt gabb. Þeir þóttust ætla að sparka boltanum burt en köstuðu honum síðan. Til þess að afvegaleiða leikmenn Miami enn frekar þóttist einn leikmaður Arkansas deyja inn á vellinum.

Það er óhætt að segja að þessi taktík hafi sprungið í andlitið á þeim. Ekki bara köstuðu þeir boltanum beint í hendur leikmanns Miami heldur féll enginn fyrir því að leikmaðurinn væri dáinn.

Miami nýtti sér þessi mistök til þess að skora snertimark og vann leikinn svo 41-20.

Myndband af þessu ótrúlega atviki má sjá hér að neðan.

Þess má geta að það var þaulæft alla vikuna en þjálfari liðsins var hjá North Carolina í fyrra þar sem liðið var með snilldarhrekk á leikstjórnanda liðsins.

Þeir kalla þetta „fainting goats" eða geitur sem líður yfir. Myndband af hrekknum vinsæla hjá North Carolina er neðra myndbandið.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×