Innlent

Reyna að ná vélinni af hafsbotni

vísir/ap
Hafin er vinna við að ná skrokki vélar Air Asia, sem fórst á dögunum, af hafsbotni. Það hefur þó gengið heldur brösuglega vegna veðurs

Gríðarstórar blöðrur, eins konar loftbelgir, voru festar á vélarskrokkinn með köplum. Kaplarnir fóru í sundur og vinna kafarar nú að því að festa þær aftur á. Það hefur þó reynst þeim erfitt þar sem veðurskilyrði eru slæm og straumar sterkir.

Farþegavélin fórst hinn 28.desember með 162 innanborðs. Búið er að finna 69 lík í sjónum en talið er að flest séu um borð í skrokki vélarinnar.

Margt er á huldu varðandi tildrög slyssins en talið er að vélin hafi hækkað flugið of hratt, eða um allt að 1800 metra á mínútu og í kjölfarið hrapað. Báðir flugritar eru fundnir og hafa rannsakendur hlustað á hljóðupptöku úr öðrum þeirra. Þar má heyra raddir flugmannanna þegar þeir reyna að bjarga vélinni og í viðvörunarkerfi flugstjórnarbúnaðarins. Niðurstöður úr seinni flugritanum liggja ekki fyrir en hann ætti að geta varpað frekara ljósi á málið.


Tengdar fréttir

Hafa fundið flugvélina

Sjóher Singapúr hefur fundið megin hluta vélarinnar þar sem talið að lík flestra farþeganna séu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×