Innlent

Reykvíkingar mega búa sig undir allt að 18 stiga hita

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það ætti að viðra vel til sundferðar í dag.
Það ætti að viðra vel til sundferðar í dag. vísir/stefán
Sólin mun skína á vestanverðu landinu í dag og gæti hitinn farið upp í allt að 18 stig á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Þá er því spáð að sólin láti líka sjá sig á norðanverðu landinu í dag en þar verður ívið kaldara en vestandlands.

Veðurhorfur á landinu:

Í dag:

Hægt vaxandi norðaustanátt, 15-20 m/s og rigning við SA-ströndina síðdegis, en annars 10-18, hvassast NV-til. Rignir víða um land í kvöld og nótt, en þurrt að kalla NV-til framan undir morgun. Norðaustan 8-15 og víða væta á morgun, hvassast NV-til. Hiti 12 til 20 stig að deginum, hlýjast á V-landi, en mun svalara með A-ströndinni.

Á miðvikudag:

Norðaustan 8-13 m/s NV-til, en annars heldur hægari austlæg átt. Dálítil rigning eða skúrir í flestum landshlutum. Bætir líklega talsvert í úrkomu A-lands um nóttina. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast V-lands.

Á fimmtudag:

Norðaustlæg átt, 5-10 m/s með rigningu, einkum A-lands, en hægara og úrkomulítið SV-til. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast SV-til.

Á föstudag:

Fremur hæg austlæg átt og skýjað að mestu, en skúrir á stöku stað. Áram milt veður.

Á laugardag:

Gengur í allhvassa austanátt með rigningu og hiti kringum 10 stig, en lengst af þurrt og bjart á N- og V-landi með hita um og yfir 20 stigum.

Á sunnudag og mánudag:

Útlit fyrir áframhaldandi austanátt með rigningu víða um land, en úrkomulítið og hlýtt á V-landi.

Sjá nánar á veðurvef Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×